top of page
Search
  • bsí

Tap gegn Noregi


Íslenska U19 landsliðið spilaði í dag gegn Noregi um hvort liðið myndi spila um 33. - 40. sæti eða 41. - 43. sætið á mótinu.

Í fyrsta leiknum mættu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir þeim Ludvig Smith-Meyer og Emiliu Petersen Norberg og voru það Ludvig og Emila sem unn þann leik 21-8 og 21-14. Næsti leikur var einliðaleikur kvenna þar sem Lilja Bu spilaði gegn Marie Mork. Vann Marei þann leik fyrir Noreg 21-8 og 21-10. Þá var komið að einliðaleik karla en það var Andri Broddason sem lék þann leik fyrir Ísland en hann mætti Danila Gataullin. Danila vann leikinn 21-14 og 21-8 og lauk þar með viðureigninni á milli liðinna þar sem Noregur hafði unnið þrjá sigra. Var því ekki spilað í tvíliðaleik karla eða kvenna.

Með þessu er ljóst að Íslands mun spila um 41. - 43. sæti mótsins á morgun en þar mun Ísland mæta Úganda og Mongólíu. Leikurinn gegn Úganda hefst kl 09:00 í fyrramálið og leikurinn við Mongólíu er svo kl 16:00.

Nánari úrslit frá HM U19 landsliða má finna hér.


88 views0 comments
bottom of page