Search
  • bsí

Tap gegn Noregi


Íslenska U19 landsliðið spilaði í dag gegn Noregi um hvort liðið myndi spila um 33. - 40. sæti eða 41. - 43. sætið á mótinu.

Í fyrsta leiknum mættu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir þeim Ludvig Smith-Meyer og Emiliu Petersen Norberg og voru það Ludvig og Emila sem unn þann leik 21-8 og 21-14. Næsti leikur var einliðaleikur kvenna þar sem Lilja Bu spilaði gegn Marie Mork. Vann Marei þann leik fyrir Noreg 21-8 og 21-10. Þá var komið að einliðaleik karla en það var Andri Broddason sem lék þann leik fyrir Ísland en hann mætti Danila Gataullin. Danila vann leikinn 21-14 og 21-8 og lauk þar með viðureigninni á milli liðinna þar sem Noregur hafði unnið þrjá sigra. Var því ekki spilað í tvíliðaleik karla eða kvenna.

Með þessu er ljóst að Íslands mun spila um 41. - 43. sæti mótsins á morgun en þar mun Ísland mæta Úganda og Mongólíu. Leikurinn gegn Úganda hefst kl 09:00 í fyrramálið og leikurinn við Mongólíu er svo kl 16:00.

Nánari úrslit frá HM U19 landsliða má finna hér.


87 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM