top of page
Search
  • bsí

Dregið í riðla í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða


Dregið hefur verið í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða sem fer fram í Liévin í Frakklandi dagana 11. – 16. febrúar 2020.

Íslenska karlalandsliðið dróst í fimmta riðil með Þýskalandi, Tékklandi og Azerbaijan.

Árið 2018 var íslenska karlalandsliðið einnig með Þýskalandi og Azerbaijan í riðli og þá vann Ísland Azerbaijan 4-1 en tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki spilað gegn Tékkum áður.

Íslenska kvennalandsliðið dróst í riðil 2 með Belgíu, Litháen og Rússlandi. Íslenska kvennalandsliðið hefur fjórum sinnum mætt Belgíu, unnið tvisvar og tapað tvisvar sinnum. Þá hefur liðið mætt Litháen einu sinni árið 1996 þar sem Ísland vann 5-0 sigur. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei áður spilað gegn rússum.

Ekki er búið að velja þá leikmenn sem munu spila í Frakklandi fyrir Íslands hönd.


95 views0 comments
bottom of page