top of page
Search

Badmintonfólk ársins 2025

  • bsí
  • 12 hours ago
  • 2 min read

ree

Davíð og Kristófer eru badmintonmenn ársins árið 2025. Þetta er í annað skiptið sem Badmintonsamband Ísland velur tvo einstaklinga sem badmintonmenn ársins.

Davíð og Kristófer hafa staðið sig vel bæði hér heima sem og á alþjóðlegum vettvangi þar sem þeir eru efstir Íslendinga á heimslista alþjóða badmintonsambandsins en þeir eru sem stendur í 168 sæti á listanum í tvíliðaleik.

Í tvíliðaleik á Íslandi sigruðu Davíð og Kristófer öll 7 mótin sem fram fóru, þ.á.m. Meistaramót Ísland og á þessum sjö mótum töpuðu þeir einungis einni lotu. Á RSL Iceland International komust þeir í undanúrslit þar sem þeir töpuðu í oddalotu á móti hollensku pari.

Með landsliðinu þá voru Davíð og Kristófer lykilmenn í karlaliðinu sem tók þátt í forkeppni EM (liðakeppni) í Tékklandi í lok nóvember 2025.

Þeir tóku þátt í tvíliðaleik á EM einstaklinga sem fram fór í Danmörku í apríl byrjun, þar sem þeir töpuðu fyrir sterku dönsku pari.

Önnur mót sem þeir tóku þátt í á erlendri grundu voru Welsh International open 25.-29.nóvember, FZ Forza Norwegian International 06.-09.nóvember, Czech International Future Series 19.-22.júní, Austrian Open 22.-25.maí, State Denmark Challenge 8.-11.maí og Victor Swedish Open 16.-19.janúar.




ree

Drífa Harðardóttir er badmintonkona ársins árið 2025.  Þetta er í annað skipti sem Drífa er valin badmintonkona ársins en hún var einnig valin árið 2021. 

Drífa varð þrefaldur heimsmeistari öldunga en mótið fór fram í Pattayja í Tælandi dagana 7.-14.september 2025. Í tvíliðaleik keppti hún í +40 ára en í einliða- og tvenndar í +45 ára flokki.

Þá má geta þess að Drífa varð þrefaldur Evrópumeistari öldunga árið 2024 en mótið fór fram í Belgíu 25.-31.ágúst 2024. Þar með er Drífa núverandi Evrópu- og Heimsmeistari í öllum þremur keppnisgreinunum í sínum aldurflokki. Á Íslandi spilar hún með Badmintonfélagi ÍA.  Í apríl 2025 varð Drífa Íslandsmeistari í Úrvalsdeild í tvenndarleik og í 2.sæti í tvíliðaleik.

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page