BIKARKEPPNI BSÍ 2025 - 2026, í ÚRVALSDEILD
- laufey2
- 6 days ago
- 1 min read
Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi Deildakeppni BSÍ í Úrvalsdeild fyrir tímabilið 2025 - 2026 í Bikarkeppni BSÍ 2025 - 2026 í Úrvalsdeild.
Fyrirkomulag keppninnar verður eftirfarandi;
o Allir leikmenn sem hafa keppt í Úrvalsdeild hafa þátttökurétt.
o Félögin skulu senda inn nöfn allra leikmanna sem þau tilnefna til keppni í Úrvalsdeild.
o Eftir lok skráningar munu þau félög / þjálfarar sem eiga leikmenn í Úrvalsdeild hittast og mynda jöfn, blönduð lið. Fjöldi liða fer eftir fjölda skráningar.
o Þjálfarar taka ákvörðun um hverjir verða í liðunum, styrkleikalisti BSÍ verður hafður til hliðsjónar við röðun í liðin.
Keppt verður laugardaginn 1. Nóvember 2025 í TBR.
Þátttökutilkynningar, nafn, kt. og félag, skal skila á Excel formi og berast Badmintonsambandi Íslands eigi síðar en 24. október 2025 á netfangið deildakeppni@badminton.is.
Við skráningu í lið skal miða við styrkleikalista fullorðinna frá 13. okt.´25.
Allar upplýsingar um mótið munu birtast á League planner (þegar búið er að setja upp mótið - Bikarkeppni BSÍ 2025-2026_Úrvalsdeild) og á heimasíðu BSÍ undir Deildó.
Nánari upplýsingar veitir yfidómari keppninnar og mótastjóri BSÍ
Laufey Sigurðardóttir











Comments