DEILDAKEPPNI BSÍ 2025 - 2026, 1. og 2.DEILD
- laufey2
- 6 days ago
- 1 min read
Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026 í 1. og 2. deild verður spiluð með sama fyrirkomulagi og á síðasta tímabili, á 2 - 3 dögum / helgum.
Fyrsta keppnishelgin (1-2 dagar) verður 14 – 16 nóv. 2025 hjá BH á Strandgötunni, Hafnafirði og seinni helgin (1-2 dagar) verður 6 – 8 mars 2026 hjá TBR, Reykjavík. Ef fjöldi liða verður mjög mikill þá þarf kannski að bæta inn einum degi í viðbót en það kemur í ljós eftir lok skráningar.
Þátttökutilkynningar ásamt upplýsingum um nafn hvers liðs, nafnalista og fyrirliða skal skila á Excel formi og berast Badmintonsambandi Íslands eigi síðar en 28. október 2025 á netfangið deildakeppni@badminton.is.
Við skráningu í lið skal miða við styrkleikalista fullorðinna frá 13. okt.´25 og þrátt fyrir að keppendur færist til á styrkleikalistanum þá fylgja þeir sínu liði út tímabilið.
Allar upplýsingar um mótið munu birtast á League planner (þegar búið er að setja upp mótið - Deildakeppni BSÍ 2025-2026_1.-2.deild) og á heimasíðu BSÍ undir Deildó.
Nánari upplýsingar veitir yfidómari keppninnar og mótastjóri BSÍ
Laufey Sigurðardóttir











Comments