Deildakeppni BSÍ´25-´26, staðan eftir 2. umferðir
- laufey2
- 2 days ago
- 1 min read
Updated: 27 minutes ago
Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026, í 1. og 2. deild, fór fram um helgina í samvinnu við Badmintonfélag Hafnafjarðar, á Strandgötunni Hafnafirði.
Spilaðar voru 2 umferðir í hvorri deild.
Í 1. deild eru 5 lið og því situr eitt lið hjá í hverri umferð. Þar eru BH - B efstir með tvo sigra og TBR-A og BH-H í 2-3 sæti með einn sigur hvor.
Í 2. deild eru 6 lið og þar eru TBR Sleggjur og BH - Vindhögg efst með tvo sigra og TBR-C og UMFA í þriðja til fjórða sæti með einn sigur hvor.
Deildakeppnin heldur áfram 6 - 7 mars 2026 í TBR;
Umferð 3 verður spiluð föstudagskvöldið 6. mars kl. 17:30
Umferð 4 verður spiluð laugardaginn 7. mars kl. 10:00
Umferð 5 (loka umferð) verður spiluð laugardaginn 7. mars kl. 15:00
Verðlaunaafhending verður í lok laugardags 7. mars, þegar allir leikir hafa verið kláraðir.
Úrslit allra leikja, nöfn leikmanna og liða, og næstu leiki má finna á tournament software og allar upplýsingar um keppnina, liðin, leikmenn, fyrirliða, reglur ofl. má finna á heimasíðu BSÍ / Deildó











Comments