top of page
Search
bsí

Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða hefst á morgun



Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða hefst á morgun í Liévin Frakklandi.



Íslenska karlalandsliðið drógst í riðil 5 ásamt Azerbaijan, Tékklandi og Þýskalandi. Ísland hefur riðlakeppnina gegn Azerbaijan á morgun, kl 15:00 á íslenskum tíma, en liðin hafa einu sinni spilað áður árið 2018 á sama móti þar sem Ísland vann 4-1. Ísland spilar svo gegn Tékklandi á miðvikudag kl 15:00 og gegn Þýskalandi á fimmtudag kl 17:00. Í hverri viðureign eru spilaðir þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir. Íslenska karlalandsliðið er skipað af : Davíð Bjarni Björnssyni Daníel Jóhannessyni Kára Gunnarssyni

Kristófer Darra Finnssyni





Íslenska kvennalandsliðið er í riðli 2 ásamt Belgíu, Litháen og Rússlandi. Fyrsti leikur liðsins er á morgun kl 11:00 á íslenskum tíma gegn Litháen. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni mætt því Litháenska árið 1996 og vann þá 5-0 sigur. Ísland spilar síðan á miðvikudag gegn rússum kl 08:00 en rússar eru með aðra styrkleikaröðun í mótinu og þykja því sigurstranglegir. Á fimmtudag kl 09:00 mætir Ísland síðan Belgíu.

Í hverri viðureign eru spilaðir þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir.


Íslenska kvennalandsliðið er skipað af : Örnu Karen Jóhannsdóttur Erlu Björg Hafsteinsdóttur Sigríði Árnadóttur Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur


Bein útsending verður frá öllu mótinu en linkinn má finna hér.


Nánari niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.

205 views0 comments

Kommentare


bottom of page