top of page
Search
  • bsí

Karla- og kvennalandsliðið hafa lokið keppni á Evrópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða




Íslensk stelpurnar mættu í dag Belgíu í loka leik síns riðils. Sigríður Árnadóttir lék fyrsta einliðaleik gegn Lianne Tan en hún er í 44.sæti heimslistans í einliðaleik. Var á brattann að sækja í þessum leik hjá Sigríði en Lianne vann leikinn 21-6 og 21-10. Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði annan einliðaleik gegn Clöra Lassaux. Fyrri lotan var mjög jöfn framan af en í stöðunni 14-13 fyrir Clöru náði hún góðum kafla og vann lotuna 21-15. Clara náði góðu forskoti í byrjun seinni lotunnar og jók smátt og smátt við það og vann seinni lotuna 21-11. Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði þriðja einliðaleikinn gegn Lien Lammertyn og var leikurinn keimlíkur leiknum hjá Sólrúnu. Fyrri lotan var mjög jöfn en endaði með sigri Lien 21-17. Lien var svo seinni lotuna nokkuðu örugglega 21-6. Sigríður Árnadóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir spiluðu fyrsta tvíliðaleik gegn Lisu Jaques og Floru Vandenhoucke. Var leikurinn hnífjafn en í stöðunni 15-13 fyrir þær belgísku unnu þær næstu 6 stigu og unnu því fyrstu lotuna 21-13. Í þeirri seinni var staðan 11-10 í leikhlé en eftir leikhlé náðu Sigríður og Sólrún sér ekki á strik og töpuðu lotunni 21-10. Arna Karen Jóhannsdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir spiluðu seinni tvíliðaleikinn gegn Joke De Langhe og Lien Lammertyn. Var leikurinn mjög jafn og spennandi. Arna og Sólrún unnu fyrstu lotuna 21-17 en þær belgísku unnu seinni lotuna 13-21. Í oddalotunni voru íslensku stelpurnar sterkari og unnu 21-18. Fór því viðureignin 4-1 fyrir Belgíu og hefur íslenska kvennalandsliðið því lokið keppni. Rússland vann alla sína leiki í riðlinum og er því komið áfram.




Strákarnir mættu í dag mjög sterku liði Þýskalands í lokaleik síns riðils.

Kári Gunnarsson mætti Kai Schaeffer í fyrsta einliðaleik en Kai er í 75.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári í 129.sæti. Kári vann fyrstu lotuna 21-18 en tapaði þeirri seinni 19-21 eftir að hafa verið yfir meiri hluta seinni lotunnar. Undir lok lotunnar tók þjóðverjinn upp á því að eyða miklum tíma í rökræður við tómarann og náði eftir það að koma sér aftur inn í spilið og vinna lotuna að lokum. Í oddalotunni var Kai svo með yfirburði og vann 8-21. Daníel Jóhannesson spilaði annan einliðaleik gegn Max Weisskirchen og var á brattann að sækja fyrir Daníel í leiknum. Max vann leikinn 21-11 og 21-7. Davíð Bjarni Björnsson spilaði síðan þriðja einliðaleikinn á móti Samuel Hsiao og endaði sá leikur líkt og leikurinn hjá Daníel 21-11 og 21-7 fyrir Samuel. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu fyrsta tvíliðaleikinn gegn Jones Ralfy Jansen og Mark Lamsfuss. Fyrri lotan var jöfn en fór svo að þjóðverjarnir unnu 21-16. Í þeirri seinni náðu Davíð Bjarni og Kristófer sér ekki á strik og töpuðu 21-8. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Bjarne Geiss og Jan Colin Völker í seinni tvíliðaleiknum og endaði leikurinn með sigri Bjarne og Jan 21-11 og 21-11. Unnu því Þýskaland leikinn 5-0 og þar með riðilinn. Íslensku strákarnir enduðu í þriðja sæti síns riðils. Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

92 views0 comments
bottom of page