top of page
Search
  • bsí

Keppni í riðli 5 aflýst í forkeppni Evrópumeistaramóti landsliða - Ísland tekur því ekki þátt




Riðli 5 í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða hefur nú verið aflýst en hún átti að fara fram dagana 9. - 12. desember í Frakklandi. Ísland var hluti af þessum riðli en Ísland drógst í undirriðil 1 ásamt Frakklandi og Ítalíu en í undirriðli 2 voru Wales, Írland og Noregur.

Badminton Europe tók þessa ákvörðun í gær þar sem ljóst var að Frakkland, sem átti að halda keppnina, gat ekki haldið keppnina í riðlinum vegna samkomubannsreglna sem þar ríkir og ekki náðist að færa keppninna til annarra landa þrátt fyrir miklar tilraunir.

Vegna Covid-19 höfðu verið settar upp ákveðnar vinnureglur hjá Badminton Europe sem öll löndin samþykktu. Í þeim reglum stendur að Badminton Europe muni taka ákvörðun um hvaða land það er sem mun fara beint í lokakeppnina ef þessi stæða kæmi upp sem nú er raunin. Lokakeppnin mun fara fram í Vantaa, Finnlandi 16. - 20. febrúar 2021. Þykir líklegt að Frakkland verði valið þangað þar sem þau voru með röðun inn í riðil 5.

35 views0 comments
bottom of page