top of page
Search
  • annamargret5

Lilja og Máni Berg spiluðu tvenndarleik í gær við danska parið Salomon og Mariu



Úrslitaleikir í einliðaleik á EYOF eru ráðnir og sigraði Daninn Salomon Thomasen Svían Romeo Makboul 19/21, 23/21 og 21/15. Finnska stúlkan Nella Nyqvist sigraði Tyrknesku stúlkuna Ravza Bodur 20/22, 21/16 og 21/14. Það voru því hörku úrslitaleikir.


Lilja og Máni Berg tóku æfingu í gærmorgun og áttu svo leik við danska parið Salomon Thomasen, sem sigraði einliðaleikinn, og Maria Hojlund Tommerup kl 14:30. Lilja og Máni Berg töpuðu fyrri lotunni 21/6 og seinni lotunni 21/10. Þau hafa því lokið keppni á sterku móti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.


Til að nýta tímann sem best og fá sem mest útúr ferðalaginu hafa Lilja og Máni Berg verið dugleg að taka æfingar og fá erlend pör til að spila við sig þegar færi gefst.


Leikarnir eru enn í fullu gangi og munum þau halda áfram að styðja Íslensku keppendurna í hinum greinunum.




106 views0 comments
bottom of page