top of page
Search
  • annamargret5

Liðakeppni HM unglinga lokið og einstaklingskeppnin hefst á morgun


U19 landsliðið ásamt þjálfurum: Gerda, Lilja, Hrafnhildur Edda, Guðmundur Adam, Gabríel Ingi, Eiríkur Tumi, Helgi og Kjartan Ágúst.


Liðakeppninni á HM unglinga lauk í gær með sigri Íslands á Georgíu 5-0.

Ánægjulegt var að enda á góðum sigri eftir strembna liðakeppni.


Í dag var kærkominn hvíldardagur fyrir leikmenn mótsins. Dagurinn var nýttur í að kynnast spænskri menningu nánar. Öllum leikmönnum mótsins var gert að taka þátt í skipulagðri dagskrá þar sem þau lærðu spænskan þjóðardans, elduðu/borðuðu spænskan þjóðarrétt og horfðu á fótboltaleik í næst efstu deild Spánar.



Kjartan og Gerda þjálfarar eru komin út og hafa nýtt daginn vel í að greina leikina úr liðakeppninni og fundað með íslensku leikmönnunum maður á mann. Okkar fólk er því vel undirbúið fyrir einstaklingskeppnina sem hefst á morgun, mánudag 24. október. Keppnin hefst á 128 manna úrslitum í einliðaleik kvenna og karla og einnig verður fyrsta umferð í tvenndarleik spiluð.


Á þriðjudag hefjast svo tvíliðaleikirnir og þá eru spiluð 64 manna úrslit í öllum greinum.


Á miðvikudag hefjast 32 manna úrslit og svo koll af kolli. Búið er að draga í mótið og má sjá niðurröðunina hér: https://www.tournamentsoftware.com/tournament/94f07783-5500-4ef0-876a-4cb79d943f54/Matches


Leikmenn eru alveg til fyrimyndar bæði innan vallar og utan að sögn þjálfara og óskum við þeim öllum góðs gengis á morgun!


U19 landslið Íslands: Lilja, Hrafnhildur Edda, Guðmundur Adam, Gabríel Ingi og Eiríkur Tumi.


138 views0 comments
bottom of page