top of page
Search
bsí

Meistaramót Íslands 2020 og Íslandsmót unglinga 2020 fara fram í september




Ákveðið hefur verið í samráði við aðildarfélögin að Meistaramót Íslands 2020 verði haldið 11. - 13. september og Íslandsmót unglinga 2020 verði haldið 25. - 27. september.


Þá hefur einnig mótaskráin fyrir tímabilið 2020/2021 verið unnin í samstarfi við aðildarfélögin og má finna hana með því að smella hér.

Einliðaleiksmót TBR sem haldið verður í lok ágúst mun falla undir núverandi tímabil og munu flokkafærslur í unglingaflokkum og fullorðinsflokkum gerast að loknum Íslandsmótunum (í byrjun okt). Tímabilið 2020/2021 mun því hefjast í október.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar Meistaramót Íslands 2021 og Íslandsmót unglinga 2021 verður haldið en það verður sett inn um leið og það liggur fyrir.

321 views0 comments

Comments


bottom of page