top of page
Search

North Atlantic Camp fór fram dagana 23.-29. júní

  • bsí
  • 3 days ago
  • 1 min read

Dagana 23. - 29. júní fóru fram æfingabúðirnar North Atlantic Camp (NAC) sem er samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands. Í ár voru æfingabúðirnar haldnar hér á Akranesi. Badmintondeild ÍA tók að sér að sjá um allt utanumhald í kringum æfingabúðirnar og þökkum við þeim virkilega vel fyrir. 12 íslenskir leikmenn úr U17 og U15 voru valdir til að taka þátt í búðunum. Pontus Rydström var þjálfari búðanna og sá um allar æfingar. Hann náði vel til allra og stóð sig mjög vel. Pontus kemur frá Svíþjóð og er að þjálfa í Malmö Badmintonklub. Pontus var áður þjálfari ÍA fyrir nokkrum árum og þekkir því vel til hér á Íslandi. Kjartan Valsson aðstoðarlandsliðsþjálfari kom einnig sem gestaþjálfari.

Dagskrá æfingabúðanna var mjög fjölbreytt þar sem mikil áhersla var lögð á tækni, fótaburð og taktík. Spilaðir voru margir leikir og haldnar ýmsar keppnir. Þá voru haldnir tveir fundir þar sem farið var yfir myndgreiningar (video analyzis) en einnig var farið í sundferðir og dagsgöngu á Grábrók (Paradísarlaut).

Æfingabúðirnar heppnuðust mjög vel og mikil ánægja hjá öllum. Íslenski hópurinn stóð sig vel og var til mikillar fyrirmyndar. Eftirtaldir leikmenn tóku þátt í þessu verkefni :

  • Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA

  • Ástþór Gauti Þorvaldsson TBR

  • Emil Víkingur Friðriksson TBR

  • Eva Ström UMFA

  • Hákon Kemp BH

  • Hilmar Karla Kristjánsson BH

  • Laufey Lára Haraldsdóttir BH

  • Lilja Dóróthea Theodórsdóttir TBR

  • Magnús Bjarki Lárusson TBR

  • Rebekka Einarsdóttir Hamar

  • Úlfur Þórhallsson Hamar

  • Þórdís Edda Pálmadóttir TBR






 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page