top of page
Search

RSL Iceland International 2026 er hafið

  • Writer: Margrét Nilsdóttir
    Margrét Nilsdóttir
  • 2 days ago
  • 1 min read

RSL Iceland International er nú formlega hafið. Mótið fer fram dagana 22.-25. janúar í TBR og er mótið hluti af Reykjavík International Games.


Í dag fer fram fyrsti keppnisdagur mótsins þar sem leikið er í undankeppni (qualification). Mótið er nú í fullum gangi en það hófst í morgun kl. 9:00 og mun standa yfir fram á kvöld.


Á mótinu eru samtals 34 keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd. Alls voru 277 keppendur skráðir til leiks frá 44 löndum en rúmlega 250 keppendur frá 40 löndum taka þátt í mótinu.


Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir að koma í TBR og fylgjast með þessum frábæru spilurum etja kappi á vellinum.





 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page