top of page
Search
  • bsí

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021!


TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild.


Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Róbert Inga Huldarsson BH í úrslitum 21-16, 11-21 og 21-13. Í einliðaleik kvenna var það Júlíanna Karitas TBR sem vann Sigríði Árnadóttir í úrslitum 21-19, 15-21 og 21-12. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR 21-13 og 21-14. Í tvíliðaleik kvenna var spilað í 4. liða riðli en þar unnu Elsa Nielsen TBR og Sigríður Árnadótti alla sína leiki. Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu Kristófer Darra Finnsson TBR og Unu Hrund Örvar BH eftir oddalotu 21-16, 21-23 og 21-12.

Í 1. deild sigraði Einar Sverrisson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson TBR 21-12 og 21-19. Í einliðaleik kvenna var leikið í þriggja manna riðli og var það Björk Orradóttir TBR sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti var Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Í tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson og Sævar Ström báðir frá TBR en þeir sigruðu Andrés Ásgeir Andrésson og Þorvald Einarsson Aftureldingu 21-13 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Björk Orradóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR þær Brynju Steinsen og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttir TBR 21-15, 15-21 og 22-20. Í Tvenndarleik voru sigurvegarar sigurður Patrik Fjalarsson og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR en þau sigruðu Brynjar Már Ellertsson og Björk Orradóttir TBR 21-16 og 21-19.

Stefán Steinar Guðlaugsson TBR sigraði í einliðaleik karla í 2. deild en hann vann í úrslitum Steinar Petersen TBR 21-10 og 21-16. Í einliðaleik kvenna var það Tinna Chloé Kjartansdóttir TBR sem sigraði Dómhildi Ýr Iansdóttir Gray TBR 21-18 og 21-13. Í tvíliðaleik karla var spilað í 5. manna riðli og voru það Arnar Freyr Bjarnason Aftureldingu og Úlfar Blandon TBR sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í tíviliðaleik kvenna var spilað í 3. manna riðli og voru það Arndís Sævarsdóttir Aftureldinu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem sigruðu báð sína leiki. Í tvenndarleik var einnig spilað í riðli og voru þar 5. lið sem tóku þátt, Arnar Freyr Bjarnason Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu stóðu uppi sem sigurvegarar.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opið

Þá má finna myndir af verðlaunahöfum á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.

19 views0 comments
bottom of page