top of page
Search
  • bsí

Tilslakanir á reglum um sóttkví


Á miðnætti var slakað á reglum um sóttkví og munu reglurnar nú vera í aðalatriðum eftirfarandi:

  • Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.

  • Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki er hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga.

  • ​Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili.

  • Sóttkví verður áfram skylda fyrir þá sem eru útsettir fyrir smiti innan heimilis en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku.

  • Börn á leik- og grunnskólaaldri verða undanþegin smitgát.

  • Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna.

  • Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur.

Aðrar reglur um samkomutakmarkanir gilda áfram og helstu atriði er varða íþróttahreyfinguna eru eftirfarandi:

  • Almennar takmarkanir eru 10 manns

  • Fjöldatakmarkanir á æfingum og í keppnum er 50 manns í hverju rými

  • Áhorfendur eru bannaðir

Áfram eru allir hvattir til þess að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og halda áfram að fylgja öllum reglum um samkomutakmarkanir og sóttvarnir.




46 views0 comments
bottom of page