top of page
Search
  • laufey2

TVÍLIÐALEIKSMÓT BH 2023, 17 - 19 FEBRÚAR

Tvíliðaleiksmót BH 2023 Tvíliðaleiksmót BH 2023 verður haldið helgina 17.-19.febrúar í íþróttahúsinu við Strandgötu.

Mótið er ekki á mótaskrá BSÍ en Badmintonfélag Hafnafjarðar ákvað að bæta þessu móti við vorönnina. Mótið gefur ekki stig á styrkleikalista BSÍ.


Keppt verður í tvíliðaleik í riðlum í eftirfarandi flokkum:

• U13 – fædd 2011 og yngri

• U15 – fædd 2009 og 2008

• U17-U19 – fædd 2007-2004


Riðlarnir verða getuskiptir og verður notast við styrkleikalista BSÍ og ráðleggingar frá þjálfurum við röðun í riðla. Leitast verður við að hafa 4-5 pör í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra para. Ekki verður spilað uppúr riðlunum heldur fá sigurvegarar í hverjum riðli verðlaun.


Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur spilar hvaða dag og á hvaða tíma. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir.


Mótsgjaldið er 2.000 krónur á mann.


Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 12.febrúar fyrir leikmenn. Félög þurfa að senda skráningar í styrkleikaröð mánudaginn 13.febrúar fyrir klukkan 12 á hefðbundna excelskráningarformi BSÍ á tölvupóstfangið bh@bhbadminton.is Stefnt er að því að gefa út niðurröðun með tímasetningum allra leikja þriðjudagskvöldið 14.febrúar.


Bestu kveðjur f.h. Badmintonfélags Hafnarfjarðar Anna Lilja (s. 8686361) bh@bhbadminton.is www.badmintonfelag.is



29 views0 comments
bottom of page