top of page
Search
  • bsí

Íslandsmeistarar 2021 í A og B flokki





Nú í morgun fóru fram úrslitaleikir á Meistaramóti Íslands 2021 í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Keppt var í A og B flokki og voru margir mjög jafnir og spennandi leikir.



A.flokkur


Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Gabríel Ingi Helgason BH. Hann vann Davíð Örn Harðarson TBR 21-18 og 21-13.



Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Natalía Ósk Óðinsdóttir BH. Hún vann Elínu Ósk Traustadóttur 21-8 og 21-14.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Egill Sigurðsson og Jón Sigurðsson TBR. Þeir unnu Davíð Örn Harðarson og Stefán Árna Arnarsson TBR 21-12 og 21-18.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Anna Lilja Sigurðardóttir og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH. Þær unnu Áslaugu Jónsdóttur og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur 21-13 og 21-17.



Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Stefán Árni Arnarsson og Áslaug Jónsdóttir TBR. Þau unnu Egil Sigurðsson og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur TBR 18-21, 21-17 og 21-14.


B.flokkur


Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Ari Þórðarson KA. Hann vann Mána Berg Ellertsson ÍA 21-18 og 21-17.



Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Hún vann Margréti Guangbing Hu Hamar 21-8 og 21-19.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Ari Þórðarson og Ásgeir Andri Adamsson KA. Þeir unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Hauk Þórðarson TBR 19-21 , 21-11 og 21-13.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Lilja Berglind Harðardóttir og Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur 21-14 og 21-17.



Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Máni Berg Ellersson og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir ÍA / BH. Þau unnu Egil Þór Magnússon og Erlu Rós Heiðarsdóttur UMFA / BH 21-15 og 21-14.


Badmintonsamband Íslands óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingjum.


Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

173 views0 comments
bottom of page