top of page
Search

Íslenska liðið lýkur fyrri umferð liðakeppninnar á HM unglinga í dag

  • annamargret5
  • Oct 18, 2022
  • 1 min read

ree

Gabríel Ingi, Guðmundur Adam, Lilja, Hrafnhildur Edda og Eiríkur Tumi


U19 landslið Íslands mætti degi seinna til Santander en plön stóðu til eftir smá ævintýri á leiðinni. Liðið missti af tengiflugi frá London og þurfti því að taka flug daginn eftir. Þetta varð til þess að ferðatöskurnar lentu á vergangi um tíma og þurfti liðið að aðlaga sig að þessum aðstæðum. Sem betur fer mundu allir eftir því að pakka öllum keppnisbúnaði í handfarangur og gat liðið tekið æfingu kvöldið sem þau mættu.


Keppnin hófst svo 17. október. Ísland átti Indland í fyrstu umferð og Ástralíu í þeirri seinni þann daginn. Helgi landsliðsþjálfari var búinn að fara vel yfir markmið liðsins og væntingastjórnun þar sem Ísland er í riðli með afar sterkum andstæðingum. Íslenska liðið tapaði 5-0 í báðum umferðum. Þrátt fyrir stórt tap þá eru leikmenn að fá afar dýrmæta reynslu og mesta stressið er að rjátlast af þeim með hverjum leik.


ree

Gabríel Ingi og Guðmundur Adam


Í dag 18. október spilaði Ísland við Slóveníu í fyrri umferð og átti liðið góða leiki og var því svekkandi að tapa 5-0 því liðið átti miklu meira skilið að sögn Helga. Gabríel vann eina lotu í einliðaleiknum og Gummi og Tumi eina lotu í tvíliðaleiknum.


Klukkan 15 í dag á íslenskum tíma mætir liðið Kína sem er talin sigurstranglegastir á mótinu. Því er vitað að við eigum á brattan að sækja en eins og fyrr segir þá er landsliðsþjálfari búinn að fara vel yfir hvaða markmið íslensku leikmennirnir eiga að einbeita sér að í leikjunum og áhersla er á jákvæðni, framfarir og skemmtun.


Beint steymi á Ísland – Kína: https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page