top of page
Search

ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI TBR 2024, 6-7 JANÚAR.

  • laufey2
  • Jan 8, 2024
  • 2 min read

Meistaramót TBR var haldið um helgina, í TBR húsum í Reykjavík. 89 keppendur voru mættir til leiks og var mikið um spennandi og skemmtilega leiki. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Helstu úrslit urðu þau að Sigríður Árnadóttir TBR varð þrefaldur TBR-meistari 2024!


ree


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:


Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Þór Henn TBR varð í öðru sæti.


ree


Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR gull og Lilja Bu TBR silfur.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.


ree


Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR gull og Lilja Bu og Una Hrund Örvar TBR / BH silfur.


ree


Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gull og Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir silfur.


ree


Úrslit í 1. deild :


Í einliðaleik karla sigraði Bjarki Stefánsson TBR og í öðru sæti varð Stefán Steinar Guðlaugsson BH.


ree


Í einliðaleik kvenna vann Iðunn Jakobsdóttir TBR gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH silfur.


ree


Í tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR og í öðru sæti urðu Sebastían Vignisson og Steinþór Emil Svavarsson BH.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrund Guðmundsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir Hamar / TBR og Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Stefán Logi Friðriksson og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH gull og Eggert Þór Eggersson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR silfur.


ree


Úrslit í 2. deild:


Í einliðaleik karla vann Óðinn Magnússon TBR gull og Kristján Ásgeir Svavarsson BH silfur.


ree


Í einliðaleik kvenna sigraði Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og í öðru sæti varð Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS.


ree


Í tvíliðaleik karla unnu Jónas Orri Egilsson og Óðinn Magnússon TBR gull og Einar Örn Þórsson og Kristján Hrafn Bergsveinsson UMFA silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti urðu Emma Katrín Helgadóttir og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir Tindastól / TBS.


Í tvenndarleik unnu Einar Örn Þórsson og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA gull og Rúnar Gauti Kristjánsson og Emma Katrín Helgadóttir BH / Tindastól silfur.


ree


Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR 

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page