top of page
Search
  • bsí

Þrír Íslendingar í 8. liða úrslitum á HM Öldunga


ÞrírÍslendingar eru komnir í 8 liða úrslit á HM Senior sem haldið er í Huelva á Spáni eftir góða sigra á móti sínum andstæðingum í 16 liða úrslitum í gær.


Broddi hefur leik í dag á velli 4. á mill kl. 13.00-14.00 og spilar á móti Yuri Smirnov frá Rússland. Broddi sigraði á þessu móti árið 2009.


Elsa Nielsen á leik á velli 1. á móti Majken Asmussen frá Danmörku c.a. á milli kl. 12.00-13.00.


Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir eiga leik á velli 6. eftir hádegi í dag en þær etja kappi við par frá Svíþjóð en þess má geta að Drífa og Elsa eru með fyrstu röðum á mótinu og Drífa er núverandi heimsmeistari í tvíliðaleik ásamt Erlu Björk Hafsteinsdóttir.


Drífa mun síðan spila í tvenndarleik með Jesper Thomsen frá Danmörku en Drífa er búsett í Danmörku. Sá leikur er á velli 8. milli kl 9 og 10 á móti pari frá Indlandi.


Tryggvi Nielsen og Valgeir Magnússon hafa lokið leik á mótinu.


Hægt er að fylgjast með úrslitum, tímasetningum og á hvaða velli er spilað hér.. https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament...


Einnig er bein útsending á YouTube hjá Badminton Spain... https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN


Dagskráin í dag er ekki tímasett heldur er röð leikja á hverju velli vitað fyrirfram þannig að það er um að gerast að fylgjast vel þegar fer að koma að okkar fólki að spila.

415 views0 comments
bottom of page