top of page
Search

Íslandsmót unglinga 2025, hefst föstudaginn 4 apríl n.k.

  • laufey2
  • Apr 1
  • 1 min read

Íslandsmót unglinga 2025, fram fer í TBR, um næstu helgi, 4 - 6 apríl, í samvinnu Badmintonsambands Íslands og Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur.


Mótið hefur nú verið birt á netinu og allar upplýsingar um leikmenn, leiki, tímasetningar og úrslit má finna á tournament software


Mótið er mjög stórt, alls 223 keppendur. Í U13 - U19 eru alls 161 keppandi og 284 leikir. Í U11 eru 64 keppendur.


Gróf dagskrá hjá U13 - U19 er eftirfarandi:

Föstudaginn 4. apríl hefst keppni kl. 17:30.

Á laugardeginum 5. apríl heldur keppnin svo áfram frá kl. 09:00

Sunnudaginn 6. apríl hefjast undanúrslit kl. 09:00 og Úrslit kl. 12:30.


U11 skemmtimótið fer fram laugardaginn 5. apríl og hefst keppni hjá þeim kl. 15:00

Nánari upplýsingar um U11 verða sendar á þátttökufélög fljótlega.


Hvetjum alla badminton áhugamenn um að mæta í TBR um næstu helgi og sjá efnilegustu badmintonspilara landsins.





 
 
 

Commentaires


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page