ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI TBR 2026, 10 - 11. janúar
- laufey2
- 22 hours ago
- 2 min read
Meistaramót TBR 2026 var haldið í TBR húsinu um helgina, 10. - 11. janúar.
Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Góð þátttaka var í mótið, alls 95 keppendur frá 6 félögum og mikið um skemmtilega og spennandi leiki.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Eggert Þór Eggertsson TBR varð í öðru sæti.

Í einliðaleik kvenna sigraði Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðru sæti.

Í tvíliðaleik karla unnu Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR gull og Eiður Ísak Broddason og Andri Broddason TBR silfur.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH og í öðru sæti urðu Rakel Rut Kristjánsdóttir og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH.

Í tvenndarleik unnu Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu gull og Eiður Ísak Broddason og Margrét Nilsdóttir TBR silfur.

Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Brynjar Petersen TBR og og í öðru sæti varð Funi Hrafn Eliasen TBR.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Baldur Hrafn Gunnarsson og Emil Hechmann BH og í öðru sæti urðu Helgi Valur Pálsson og Kári Þórðarson BH.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigrún Marteinsdóttir og Áslaug Jónsdóttir TBR gull og Sunna Karen Ingvarsdóttir og Inga María Ottósdóttir UMFA silfur.
Í tvenndarleik sigruðu Eggert Þór Eggertsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR og Óðinn Magnússon og Iðunn Jakobsdóttir TBR lentu í öðru sæti.

Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Emil Víkingur Friðriksson TBR gull og Einar Örn Þórsson UMFA silfur.

Í einliðaleik kvenna sigraði Lilja Dórótea Theodórsdóttir TBR og í öðru sæti varð Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA.

Í tvíliðaleik karla urðu Birnir Hólm Bjarnason og Hilmar Karl Kristjánsson BH í fyrsta sæti og Emil Víkingur Friðriksson og Fayiz Khan TBR í öðru sæti.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Angela Líf Kuforiji og Þórdís María Róbertsdóttir BH og í öðru sæti urðu Lilja Dórótea Theodórsdóttir og Þórdís Edda Pálmadóttir TBR .
Í tvenndarleik unnu Brynjar Petersen og Lilja Dórótea Theodórsdóttir TBR gull og Lúðvík Kemp og Angela Líf Kuforiji BH silfur.

Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR











Comments