top of page
Search
  • bsí

Margrét og Kári Íslandsmeistarar í einliðaleik


Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton árið 2019 eru Kári Gunnarsson, TBR, og Margrét Jóhannsdóttir, TBR. Þetta er áttunda árið í röð sem Kári sigrar í einliðaleik og fjórða árið í röð hjá Margréti.

Margrét vann Örnu Karen Jóhannsdóttur í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna. Fyrstu lotuna vann hún 21-19 og aðra lotuna 21-15.

Kári sigraði í úrslitaleiknum í einliðaleik karla Kristófer Darra Finnsson. Kristófer vann fyrstu lotuna 21-19 en Kári næstu tvær 21-14 og 21-13.

Nánari úrslit Meistaramóts Íslands í badminton má finna á tournamentsoftware.com.

Margrét Jóhannsdóttir og Kári Gunnarsson


160 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page