Search
  • bsí

Dregið var í dag í EM U15
Búið er að draga í Evrópumeistaramót U15 sem fram fer í Liévin í Frakklandi 14. - 16. febrúar. Fjórir íslenskir leikmenn muna taka þátt en það eru : Einar Óli Guðbjörnsson TBR Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Lilja Bu TBR Máni Berg Ellertsson ÍA


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfari munu vera með hópnum auk þess sem Irena Ásdís Óskarsdóttir verður fararstjóri hópsins.


Bæði Einar Óli og Máni Berg sitja hjá í fyrstu umferð mótsins í einliðaleik karla en Einar Óli mun mæta Andrei Schmidt frá Eistlandi sem situr einnig hjá í fyrstu umferð. Máni Berg mun spila annað hvort við Liano Panza frá Sviss eða Marco Danti frá Ítalíu en þeir mætast í fyrstu umferð mótsins. Halla Stella og Lilja Bu sitja einnig hjá í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna. Lilja Bu mun mæta Leiu Glaude frá Belgíu í annarri umferð en Halla Stella mun mæta Johönku Ivanovicou frá Slóvakíu en hún er með 9/16 röðun inn í mótið. Strákarnir spila svo í tvíliðaleik karla gegn Oleksandr Chyrun og Danylo Mats frá Úkraínu í fyrstu umferðinni.

Stelpurnar fá erfiðan leik í tvíliðaleik kvenna en þær drógust gegn Katell Demots-Chacun og Elenu Phan frá Frakklandi en þær eru með þriðju röðun inn í mótið.


Með því að smella hér má nálgast frekari upplýsingar um mótið.

116 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e