Sjö Íslensk pör sigruðu sína leiki í dag á RSL Iceland International í badminton sem haldið er í TBR og er hluti að RIG.
Í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri og Drífa par frá Eistlandi 21-17, 10-21 og 21-13 og spila á morgun við par frá Englandi. Daníel og Sigríður sigruðu par frá Finnlandi 21-12 og 22-20 og spila við par frá Danmörku. Davíð Bjarni og Arna Karen sigruður par frá Sviss 22-20 og 21-12 og spila við par frá Þýskalandi. Tvenndarleikir hefjast kl. 09.00.
Í Tvíliðaleik kvenna sigruðu Arna Karen og Sigríður par frá þýskalandi 14-21, 21-13 og 17-21 og spila við par frá Sviss. Sólrún Anna og Una Hrund sigruðu par frá Eistlandi 21-17, 10-21 og 21-16 og spila við par frá Azerbaijan. Tvíliðaleikir kvenna hefjast kl. 12.30.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri og Davíð Bjarni 21-17 og 21-17 par frá Englandi og spila á við par frá Englandi/Jamaíka. Róbert Henn og Gabríel Ingi sigruðu par frá Írlandi 21-16 og 21-12 spila við par frá Úkraínu. Tvíliðaleikir Karla hefjast kl. 13.40.
Það verður flottur dagur á morgun með frábærum leikjum og mælum með því að koma og horfa.
Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:
Einnig minnum við á streymið á youtube rás sambandsins - Badminton Icelanad Badminton Iceland - YouTube
Comentarios